How to find us
Hvammsvík,
276 Mosfellsbær, Iceland
Við bjóðum upp á fyrsta flokks jólahlaðborð í einstöku umhverfi frá 16. nóvember til 17. desember. Tilvalið fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem vilja gera vel við sig í aðeins 45 mínútna akstri frá Reykjavík.
Við tökum vel á móti minni og meðalstórum hópum eða allt að 40 manns í Hlöðunni. Tilvalið er að byrja eða enda ferðina með heimsókn í sjóböðin okkar.
Lágmarksfjöldi í hópabókun er 20 manns, en á laugardögum er tökum við fagnandi á móti einstaklingsbókunum.
Við biðjum hópa að skrá hópinn í forminu hér að neðan og við höfum samband um hæl. Opið er fyrir bókanir einstaklinga á vefnum okkar HÉR.
Njótið hátíðarmatseðils umvafin náttúru og listar. Við framreiðum jólahlaðborðið í nýuppgerðri Hlöðunni okkar frá 16. nóvember til 17. desember, kl. 16:30 og 19:30. Aðgangur í böðin fylgir með og hvetjum við gesti okkar kl. 16:30 að njóta baðanna eftir jólahlaðborðið og gesti okkar kl. 19:30 að heimsækja böðin fyrir jólamáltíðina.
Verð er 14.990 fyrir hvern gest.
Hægt er að skoða jólamatseðilinn HÉR.
Hlaðan var nýlega tekin í gegn og má þar finna fjölda listaverka eftir marga af okkar fremstu listamönnum svo sem Ólaf Elíasson, Birgi Andrésar, Hrafnhildi Árnadóttur, Hörð Ágústsson, Gjörningarklúbbinn o.fl.
Athugið að hlaðan leigist eingöngu út ef gestir bóka sig einnig í sjóböðin.
Hvammsvík is a truly unique location, only 45 minutes drive from Reykjavik city center.
Hvammsvik Hot Springs are open daily from 11am to 10pm (last entry at 8.30pm).
Tickets need to be purchased online ahead of your visit. A booking is needed to enter the Hvammsvík estate grounds, so please make sure to check availability and book before you stop by.