Hópa bókanir

Hvammsvík Sjóböð er tilvalinn staður fyrir minni og meðalstóra hópa til að komast burt frá dags daglegu amstri og njóta einstakra náttúrulauga, fundaraðstöðu, veitinga, þjónustu og útiveru í stórbrotnu umhverfi aðeins 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur.

Við sérhæfum okkur í minni hópum frá 5-30 manns hvort sem það eru skemmtiferðir, vinnu/stjórnenda ferðir eða hópeflisferðir.

Vinsamlegast fyllið út formið hér neðar á síðunni ef áhugi er fyrir því að koma með hóp í Hvammsvík og við höfum samband.

Hlaðan

Hlaðan er tilvalið rými ef óskað er eftir sér fundaraðstöðu eða meira næði fyrir hópinn.
Í hlöðunni er eitt stórt fundarborð fyrir allt að 14 manns auk fjögurra minni borða þar sem 4 til viðbótar geta setið við hvert borð.  Einnig eru sófar og hægindastólar í rýminu.
Við erum með 65tommu sjónvarp/skjá, apple TV, prentara og töflu sem nýtist við fundarhöld á staðnum.
Einnig er afþreyingarrými í hlöðunni þar sem finna má pool- og borðtennisborð, ýmsa borðleiki, píluspjald o.fl.
Öll rými í Hvammsvík er innréttuð með fyrsta flokks húsgögnum og listaverkum eftir marga af fremstu listamönnum Íslands.

Næring fyrir hópinn

Til viðbótar viðaðgang í sjóböðin geta hópar einnig notið veitinga á Stormi Bistro & Bar sé þess óskað.

Stormur Bistro & Bar tekur 30 manns í sæti.

Meistarakokkurinn Hinkrik Carl sem setti upp Storm Bistró & Bar sér um allar veitingar fyrir fundaraðstöðu.

Hægt er að fá morgunmat, hádegismat eða kvöldmat í Hlöðunni ef óskað er, fyrir allt að 30 manns.

Ef ósk er um veitingar í fundaraðstöðu, vinsamlegast takið það fram í forminu hér að neðan undir „Annað“.

Sendu okkur línu

Hvað má bjóða ykkur?
This field is for validation purposes and should be left unchanged.